Jófríðarstaðir, deiliskipulag kaþólska kirkjan og Búmenn
Jófríðarstaðir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 249
13. apríl, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Búmanna fyrir sína hönd og kaþólsku kirkjunnar að deiliskipulagi fyrir þjónustuíbúðir o.fl. við Staðarhvamm skv. uppdráttum og líkönum Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Lagt fram upplýsingar um nýtingarhlutfall og skipulag frá 1979.
Svar

Skipulags- og byggingarráð synjar tillögunni eins og hún liggur fyrir, þar sem ekki liggja fyrir rannsóknir á jarðvegi og aðlaga þarf hugsanlega byggð á svæðinu að fornleifum. Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við málsaðila um framhald málsins.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, Rósa Guðbjartsdóttir og Jón Páll Hallgrímsson, taka undir álit meirihlutans í málinu og telja ennfremur að ekki séu forsendur fyrir því að skipuleggja fjölda íbúðalóða á grónum svæðum í bæjarfélaginu um þessar mundir þegar ljóst er að mikið offramboð er á íbúðahúsnæði í bænum. Bent er á að hundruð íbúða og lóða  í öðrum hverfum bæjarins standa auðar og óseldar. Fulltrúar Samfylkingarinnar benda á að skipulags- og byggingarlög heimila lóðarhafa að koma fram með tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað en hér var um að ræða tillögu að þjónustuíbúðum með þjónusturýmum fyrir fjölþætta starfsemi.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121267 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034243