Hraunvallaskóli, stækkun leikskóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 270
15. mars, 2011
Annað
‹ 7
8
Fyrirspurn
Tekin til umræðu samþykkt fræðsluráðs frá 14.03.11: „Fræðsluráð samþykkir að lausar kennslustofur, sem nú standa við Hjallabraut verði fluttar á lóð leikskóla við Hraunvallaskóla, og nýttar þar sem viðbót við leikskóla Hraunvallaskóla frá og með næsta skólaári. Jafnframt verði felld úr gildi fyrri samþykkt um að flytja húsin á grunn leikskólalóðar við Bjarkavelli. Fræðsluráð fer þess á leit við framkvæmdasvið að hefja nauðsynlegan undirbúning að flutningi húsanna og skipulags- og byggingasvið að vinna að breyttu deiliskipulagi vegna þessa. “ Lögð fram kostnaðaráætlun framkvæmdasviðs vegna flutnings húsanna að Hraunvallaskóla.
Svar

Sviðsstjóri kynnti tillögur. Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að vinna áfram að tillögum og leggja fram á næsta fundi ráðsins, sem unnar verði áfram í samráði við skólayfirvöld.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að rými á skólalóðinni er mjög takmarkað og þegar hefur verið óskað eftir umbótum á leiksvæðum við skólann. Því hefði verið réttast að fá formleg viðbrögð frá skólasamfélagi Hraunvallaskólans áður en til vinnu við deiliskipulag og undirbúning framkvæmda hefst. Minnt er á tillögu Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði um að kannað yrði hvaða kostir kæmu til greina varðandi nýtingu skólahúsnæðis almennt í bænum til að mæta vaxandi þörf á húsnæði í einstaka hverfum. Ennfremur er óljóst hvort fyrirhugaðar framkvæmdir nýtist til lengri tíma.