Íshella 4 Jeppahlutir Ragnars Róbertssonar, kvörtun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 224
7. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur kvörtun frá Kára Harðarsyni f.h. Fagstáls ehf og Þorvaldi Stefánssyni f.h. Stufs ehf varðandi umgengni fyrirtækisins Jeppahlutir Ragnars Róbertssonar dags. 04.02.2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 11.02.2009 í gr. 68.2 í byggingarreglugerð og gerði eiganda skylt að framkvæma úrbætur á lóðinni innan 4 vikna. Yrði ekki úr bætt mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagssektir í samræmi við gr. 210.1 í byggingarreglugerð. Eftirlitsmaður skipulags- og byggingarsviðs hefur staðfest að lóðin sé þétt skipuð af bílhræjum, sem væntanlega tilheyra starfseminni. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að framkvæma úrbætur á lóðinni inna 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að framkvæma úrbætur á lóðinni innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.