Norðurbakki 5, breyting á deiliskipulagi
Norðurbakki 5A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 226
12. maí, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka hvað varðar innkeyrslu, staðsetningu og hæð spennistöðvar og grenndargám skv. uppdrætti Batterísins dags. 29.01.2009. Deiliskipulagið hefur verið auglýst 06.03.2009 skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með athugasemdafresti til 03.04.2009. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarsviðs að sinni. Kóti á efri brún á þaki spennistöðvar verður óbreyttur frá núverandi samþykktu deiliskipulagi. Grenndargámur verður samkvæmt samþykktu deiliskipulagi staðsettur við dælustöð fráveitu við Norðurbakka. Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 200309 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095596