Sjálfstæðisflokkurinn, tillaga og fyrirspurn fulltrúa 29.1.2009
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3218
29. janúar, 2009
Annað
‹ 10
12
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi tillögu og fyrirspurnir: Tillaga Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði leggja til að stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar verði einfölduð og gerð skilvirkari. Tillögur þar að lútandi verði lagðar fram eigi síðar en 31. mars 2009. Greinargerð: Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mörg undanfarin ár lagt til að stjórnkerfi Hafnarfjarðar verði endurskoðað með því markmiði að gera það einfaldara, skilvirkara og ódýrara. Viðurkennt er af öllum flokkum að stjórnsýsla þurfi að vera í sískoðun og sérstök ástæða er nú að sinna þessu verkefni. Enn á ný er lagt til að vinna verði hafin í þessu skyni og unnið hratt og ákveðið að því að skila tillögum eigi síðar en í marslok. Eðlilegt er að fela forsetanefnd þetta verkefni og fulltrúi VG komi að því einnig.
Fyrirspurn 1.: Óskað er eftir upplýsingum um starfshópa á vegum einstakra ráða sem skipaðir hafa verið á yfirstandandi kjörtímabili. Hvaða starfshópar hafa verið skipaðir undir hverju einstöku ráði. Hverjir þeirra eru enn að störfum Hve margir fulltrúar eru (voru) í hverjum starfshópi. Hversu margir fundir hafa verið haldnir í hverjum hópi Hve mikil þóknun hefur verið greidd hverjum starfshópi Hve mörg stöðugildi verkefnastjóra eru hjá Hafnarfjarðarbæ? Sundurgreint. Fyrirspurn 2.: 1) Hver er fjöldi bæjarstarfsmanna sem laun verða skert hjá, talið í þeim launabilum sem tilgreind voru í tillögu í bæjarstjórn. Einnig, hve mikið sparast í launakostnaði við þessar breytingar? 2) Óskað er eftir yfirliti yfir fjölda þeirra samninga um fasta yfirvinnu sem sagt verður upp og hver sparnaðurinn er við þær aðgerðir?
Svar

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.