Fjárhagsaðstoð, reglur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1635
21. apríl, 2010
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð FJÖH frá 14. apríl sl. Fjölskylduráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Félagsþjónustan í samstarfi við fjárreiðudeild bæjarins skoði leiðir til að tryggja að það mánaðarlega viðbótarfjármagn sem fjölskyldur sem fá framfærslu frá Félagsþjónustunni geta sótt um vegna framfærslu barna, sbr. 11. grein reglna um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðar, renni til að greiða þjónustu sem viðkomandi börn eru skráð í á vegum Hafnarfjarðarbæjar, s.s. skólamáltíðir, heilsdagsskóli, og dagvistun.
Svar

María Kristín Gylfadóttir tók til máls. Þá Guðmundur Rúnar Árnason.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.