Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2009
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3234
9. júlí, 2009
Annað
Fyrirspurn
Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu.
Svar

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2009 samþykkir bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar með 3 atkvæðum hér með að taka lán að fjárhæð 1.000.000.000 kr. til tuttugu og fimm ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar.  Til tryggingar láninu stendur Íþróttamiðstöðin Kaplakriki Lánin eru tekin til að fjármagna framkvæmdir hennar og endurgreiðslu lóða. Jafnframt er Lúðvíki Geirssyni, kt. 210459-3839 og/eða hans staðgengli Guðmundi Benediktssyni, kt. 090253-2989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar  að undirrita lánasamninga og veðskuldabréf  sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.   Í samæmi við fjárhagsáætlun 2009 samþykkir bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar með 3 atkvæðum jafnframt hér með að taka lán að fjárhæð 800.000.000 kr. til sex ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar.  Til tryggingar lánanna standa lóðir í eigu Hafnarfjarðar. Lánin eru tekin til að fjármagna framkvæmdir og endurgreiðslu lóða. Jafnframt er Lúðvíki Geirssyni, kt. 210459-3839 og/eða hans staðgengli Guðmundi Benediktssyni, kt. 090253-2989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar  að undirrita lánasamninga og veðskuldabréf  sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.