Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2009
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1605
20. janúar, 2009
Annað
Fyrirspurn
9. liður úr fundargerð BÆJH frá 15.jan.sl. Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Í samræmi við fjárhagsáætlun 2009 samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar hér með að taka lán hjá Nýja Kaupþing banki hf. að fjárhæð 400.000.000 kr. til fimm ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar. Til tryggingar láninu standa Norðurhella 2 að fjárhæð 250.000.000 kr og Hringhella 9 kr. 150.000.000 Lánin eru tekin til að fjármagna endurgreiðslu lóða. Jafnframt er Lúðvíki Geirssyni, kt. 210459-3839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánasamninga og veðskuldabréf hjá Nýja Kaupþing banka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."
Svar

Lúðvík Geirsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Haraldur Þór Ólason tók til máls og lagði til að afgreiðslu þessa máls verði frestað milli funda. Stutt fundarhlé. Lúðvík Geirsson kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Lúðvík Geirsson kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Lúðvík Geirsson gerði stutta athugasemd. Einnig Haraldur Þór Ólason. Lúðvík Geirsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Síðan Jón Páll Hallgrímsson. 1. varaforseti, Guðmundur Rúnar Árnason, tók við fundarstjórn. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Forseti upplýsti að Haraldur Þór Ólason hefði dregið frestunartillögu sína til baka.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu bæjaráðs með 8 atkv., 3 sátu hjá.
Haraldur Þór Ólason kom að svohljóðandi bókun: "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma nýja lántöku bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Þessu 400 milljóna króna láni er einungis ætlað að fjármagna endurgreiðslu lóða en eftir standa ógreiddar skuldbindingar við fjölmarga verktaka og birgja bæjarfélagsins. Sérstaka athygli vekur að lánskjörin eru 9,8% vextir ofan á verðtryggingu og er það lakara en þau kjör sem almennum lántakendum býðst í dag. Því til viðbótar eru tilgreindar eignir bæjarins veðsettar. Veð í eignum þriðja stærsta bæjarfélags á landinu við lántöku sem þessa hlýtur að vera einsdæmi og sýnir glögglega hve rýrt álit fjármálastofnanir hafa á hæfni Hafnarfjarðarkaupstaðar að standa við skulbindingar sínar. Það er vel við hæfi og brýnt að minna bæjarbúa á þau hrapalegu mistök Samfylkingarinnar að selja ekki strax haustið 2007 hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja og greiða niður erlendar skuldir. Hefði tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar að lútandi verið samþykkt væri Hafnarfjörður nú þokkalegri stöðu til að takast á við efnahagsvandann." Haraldur Þór Ólason (sign) Almar Grímsson (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sgin)

Lúðvík Geirsson kom að svohljóðandi bókun: "Enn og aftur sýnir það sig að málatilbúnaður bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins er í engum takti við veruleikann, sem ætti þó að vera þeim vel kunnur þar sem flokkur þeirra hefur farið með og borið meginábyrgð á efnahags- og fjármálastjórn landsins um langt langt árabil. Sú staða sem almenningur, fyrirtæki og sveitarfélög og ríkissjóður stendur nú frammi fyrir er bein afleiðing af þeirri stjórnarvisku. Á sama hátt er það lán sem hér er til afgreiðslu bein afleiðing af því hruni efnahagsmála sem m.a. kemur fram stórfelldum lóðarskilum, einstaklinga og fyrirtækja sem Hafnarfjörður líkt og önnur stærstu sveitarfélög landsins þurfa að bregðast við. Ef það skyldi hafa farið framhjá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þá liggur fyrir í 6.
lið dagskrár þessa bæjarstjórnarfundar staðfesting á samhljóða samþykkt bæjarráðs um lóðaafsöl uppá samtals liðlega 200 milljónir króna.
Umræða og vinnubrögð bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er alveg með sérstökum hætti: Bæjarfulltrúar flokksins sá ekki ástæðu til að koma að neinni vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Bæjarfulltrúar flokksins höfðu engar tillögur fram að færa við afgreiðslu fjárhagsáæltunar sem er einsdæmi. Eina framlag bæjarfulltrúa flokksins er að úthrópa bæjafélagið sitt með dylgjum og hálfsannleik. Þeim væri nær að axla sína ábyrð á þeirri stöðu sem að samfélagið í heild sinni stendur frammi fyrir eftir gjaldþrot frjálshyggjustefnu flokksins." Lúðvík Geirsson (sign) Ellý Erlingsdóttir (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Guðfinna Guðmundsdóttir (sign) Gunnar Svavarsson (sign) Gísli Ó. Valdimarsson (sign)