Hamranes rammaskipulag.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 225
28. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að verksamningi við Arkitektur.is ehf dags. 24.04.2009. Skipulagshöfundar Arkitektur.is mættu á fundinn ásamt verkefnisstjóra Stefáni Veturliðasyni VSB og kynntu framgang vinnu við verkefnið.
Svar

Skipulags- og byggingarráð þakkar Páli Tómassyni og Stefáni Veturliðasyni kynninguna. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða samninga. Samþykkt með 3 atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá. Fulltrúi VG telur þessa vinnu ekki tímabæra og allt of dýra. Fulltrúi VG vill einblína á legu Ásvallabrautar sem tengir Velli og Ásland saman.