St.Jósefsspitali, heilbrigðisþjónusta og framtíðarstarfsemi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1614
2. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð FJÖH frá 27. maí sl. Fjallað um stöðu málsins.
Tillaga til bæjarstjórnar: "Í febrúar sl. óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að bæjarstjórn Hafnarfjarðar tilnefndi þrjá fulltrúa í starfshóp til að fjalla um framtíðarskipulag heilbrigðiþjónustu í Hafnarfirði. Hópurinn hefur ekki verið kallaður saman. Bæjarstjórn áréttar mikilvægi málsins og nauðsyn þess að þessar viðræður hefjist hið fyrsta."
Ellý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju.
Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Þá Almar Grímsson, Gunnar Svavarsson. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls öðru sinni. Almar Grímsson tók til máls öðru sinni.
Gísli Ó. Valdimarsson vék af fundi kl. 17:02. Í hans stað tók sæti Eyjólfur Sæmundsson.
Svar

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.