Álverið í Straumsvík.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3271
7. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðismanna: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar boðar til kosninga um breytingu á deiliskipulagi á athafnasvæði Álversins í Straumsvík þann 27. nóvember næstkomandi samhliða kosningum til stjórnlagaþings. Bæjarráði, skipulagsráði og yfirkjörstjórn er falið að sjá um framkvæmd kosninganna byggða á þeim forsendum sem lágu fyrir við kosningarnar 2007."
Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis og sat Guðmundur Rúnar Árnason fundinn sem bæjarrráðsmaður í hans stað.

Svar

Bæjarráð Hafnarfjarðar fagnar þeirri uppbyggingu sem nú hefur verið ákveðin hjá RTA með framleiðsluaukningu og nýjum og verðmætari afurðum og efla mun atvinnulif og atvinnuuppbyggingu í Hafnarfirði.
 
Með vísan til fyrirliggjandi undirskrifta, álitsgerðar sviðstjóra og lögmanns skipulagssviðs og ýmissa óvissuþátta sem eru uppi varðandi lykilþætti sem snúa að stöðu fyrirliggjandi skipulagstillagna um hugmyndir að stækkun álversins í Straumsvík, samþykkir bæjarráð að óska eftir viðræðum milli RTA og bæjaryfirvalda um samstarf aðila til að vinna að sátt í samfélaginu um stöðu fyrirtækisins.   Jafnframt er málinu vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.