Álverið í Straumsvík.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1664
14. september, 2011
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 8.sept. sl. Tekið fyrir að nýju en á fundi bæjarstjórnar 31. ágúst sl. var málinu vísaði aftur til bæjarráðs.
Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við umfjöllun þessa máls. Bæjarráð vísar málinu aftur til umfjöllunar í bæjarstjórn að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Svar

Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur mikilvægt að fram fari sem fyrst kosning um heimild álversins til stækkunar í samræmi við vilja íbúa. Í ljósi nýlegrar yfirlýsingar Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto Alcan, og breyttra forsendna sem þar komu fram, má útfæra nýja tillögu sem kosið yrði um í íbúakosningu.

Greinargerð:
Með endurtekinni kosningu næst skýr niðurstaða á vilja bæjarbúa til þessa verkefnis og er það einnig í samræmi við ákvæði í samþykkt bæjarstjórnar frá 2002 þess efnis að 25% kosningabærra manna gætu krafist atkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Einungis þannig fæst skýr niðurstaða í afstöðu bæjarbúa til þessa mikilvæga verkefnis. Meirihluti Samfylkingarinnar lagði mikla áherslu á virkt íbúalýðræði á undanförnum árum og setti ákvæði um atkvæðagreiðslur inn í samþykktir bæjarins. Með ákvarðnafælni meirihlutans á síðastliðnu kjörtímabili varð niðurstaðan sú að stækkunaráform álversins fóru forgörðum, bæjarfélagið og samfélagið allt varð af gríðarlegum tekjum og hundruð atvinnutækifæra glötuðust. Samfylkingin þarf að klára málið og bæta fyrir mistök sín.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vona að nú fylgi hugur máli hjá Samfylkingu og Vinstri grænum og hafist verði handa strax við að finna tækifæri til vaxtar hjá fyrirtækinu sem sátt er um og að bæjarfulltrúar meirihlutans sýni þann dug og heilindi að þora að taka afstöðu í jafn mikilvægu máli sem þessu. Bæjarbúar eiga það heldur ekki skilið að vilji þeirra sé hundsaður aftur . Nú er þvert á móti þörf á atvinnuuppbyggingu og að koma hjólum atvinnulífsins á skrið. Hér er tækifæri til þess og munu sjálfstæðismenn stuðla að framgangi málsins."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign)
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).


Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísun til sameiginlegrar niðurstöðu viðræðunefnda Hafnarfjarðarbæjar og RTA um stöðu og framtíð álversins í Straumsvík, að ekki sé tímabært að efna til atkvæðagreiðslu um þá deiliskipulagstillögu sem var til umfjöllunar 2007.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar þann vilja sem fram kemur í niðurstöðu viðræðunefndanna, að ræða áfram um möguleika fyrirtækisins til eðlilegrar þróunar í bænum."

Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign),
Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðfinna Guðmundsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðfinna Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðfinna Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðfinnu Guðmundsdóttur. Guðfinna Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar.

Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn.

Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

Gert stutt fundarhlé.

Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls og lagði fram svohljóðandi viðaukatillögu við fyrri framlagða tillögu f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Leiði slíkar viðræður til þess að lögð verði fram tillaga um stækkun álversins, þá verður hún að sjálfsögðu lögð fyrir íbúa í Hafnarfirði".´

Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign),
Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).

Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari.

Tekin var til afgreiðslu framlögð tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Tillagan var felld með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði með tillögunni.

Tekin var til afgreiðslu framlögð tillaga ásamt viðaukatillögu fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Tillagan með áorðnum breytingum var samþykkt með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti.

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Sú tillaga sem hér er samþykkt, er í samræmi við þá niðurstöðu álversins og Hafnarfjarðar, að ekki sé raunhæft að kjósa um þá tillögu sem kosið var um árið 2007. Hún byggir á áherslu beggja aðila á mikilvægi sáttar um stöðu fyrirtækisins í samfélaginu og framtíðaráform þess. Kosningar um óskilgreindar hugmyndir bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru jafn óraunhæfar. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG ítreka þann vilja sem fram kemur í samþykkt bæjarstjórnar um að ræða áfram um möguleika fyrirtækisins til eðlilegrar þróunar í bænum. Leiði slíkar viðræður til þess að lögð verði fram tillaga um stækkun álversins, þá verður hún að sjálfsögðu lögð fyrir íbúa í Hafnarfirði.
Meirihluti Samfylkingar og VG er þeirrar skoðunar að þessi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sé hvorki í samræmi við sameiginlega tillögu oddvita flokkanna í bæjarstjórn, né sameiginlega yfirlýsingu Rio Tinto Alcan og oddvita flokkanna. Hún er ekki til þess fallin að ýta undir þessa sátt."

Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign),
Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Kristinn Andersen tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa því á bug sem fram kemur í bókun meirihlutans og ítreka að þeir eru ekki að leggja til að deiliskipulagstillagan um stækkun álversins frá árinu 2007 verði endurtekin heldur að vilji íbúanna um kosningu verði virtur enda skýrt kveðið á um þann rétt í samþykktum Hafnarfjarðarbæjar. Hins vegar megi útfæra nýja tillögu um stækkun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa því á bug að þeirra tillaga og greinargerð sé ekki í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu flokkanna við fulltrúa Rio Tinto Alcan."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign)
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Guðfinna Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 17:30. Í hennar stað mætti Gunnar Axel Axelsson.