Álverið í Straumsvík.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1644
13. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
Svar

Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við meðferð málsins.   Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.   Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.  Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Þá Eyjólfur Sæmundsson. Þá tók til máls Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Lúðvík Geirsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:   "Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu á síðasta fundi bæjarráðs fram tillögu um að boðað yrði til kosningar um deiliskipulag á athafnasvæði Álversins í Straumsvík, sem færi fram samhliða kosningum til stjórnlagaþings, 27. nóvember nk.   Bæjarráð samþykkti samhljóða að hefja viðræður við Rio-Tinto Alcan um samstarf fyrirtækisins og stöðu þess, jafnframt því sem málinu var vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.   Með þessari bókun sjálfstæðismanna er hnykkt á þeirri skyldu sem bæjaryfirvöld hafa við Hafnfirðinga um að fylgja eftir ósk um íbúakosningu um málið.  Liðið er á annað ár síðan tilskilinn fjöldi bæjarbúa óskaði eftir íbúakosningu um málið og brýnt er að leiða það til lykta í samræmi við samþykktir Hafnarfjarðarbæjar og það aukna íbúalýðræði sem hér hefur verið boðað.  Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að farið verði að vilja bæjarbúa og að kosið verði um málið við fyrsta tækifæri."   Valdimar Svavarsson (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Kristinn Andersen (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign)   Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: "Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja mikilvægt að vinna að víðtækri sátt um stöðu álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í stað þess farveg átaka sem það hefur verið í of lengi.   Um það hefur verið full sátt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að allar upplýsingar og forsendur liggi fyrir áður en ákvörðun er tekin um boðun kosninga. Þess vegna er m.a. mikilvægt að þær samræður eigi sér stað sem samkomulag varð um í bæjarráði." Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Lúðvík Geirsson (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign)