Selvogsgata 1, byggingarleyfi
Selvogsgata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 248
30. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi Bjögvins Þórðarsonar Lex lögmannsstofu f.h. íbúa að Brekkugötu 26 dags. 24.11.2009, þar sem gerð er athugasemd við framkvæmdir við Selvogsgötu 1, þar sem steypt er fyrir glugga í kjallaraíbúð Brekkugötu 1. Gerð er athugasemd við þau gögn sem fylgdu grenndarkynningunni. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 01.12.2009 að leita álits Skipulagsstofnunar varðandi grenndarkynninguna og gerði eiganda Selvogsgötu 1 skylt að stöðva framkvæmdir að hluta þar til það álit lægi fyrir. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar dags. 8.12.2009 kemur fram að ekki hafi verið staðið rétt að samþykkt byggingarleyfisins. Skipulags- og byggingarráð gerði 15.12.2009 eiganda Selvogsgötu 1 skylt að stöðva áfram tímabundið framkvæmdir við vegginn að Brekkugötu 26 vegna álits Skipulagsstofnunar og fól skipulags- og byggingarsviði að ræða við aðila og kynna niðurstöðuna. Sviðsstjóri og skrifstofustjóri/lögmaður skipulags- og byggingarsviðs hafa gert grein fyrir viðræðum við málsaðila. Áður lagt fram bréf Bjögvins Þórðarsonar Lex lögmannsstofu f.h. íbúa að Brekkugötu 26 dags. 09.02.2010, þar sem m.a. er farið fram á að byggingarleyfið verði fellt úr gildi eða tilgreind tillaga skoðuð. Áður lagður fram tölvupóstur Sigurþórs Aðalsteinssonar arkitekt f.h. eigenda Selvogsgötu. Skipulags- og byggingarráð gaf 02.03.2010 málsaðilum frest í tvær vikur til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Að öðrum kosti mundi skipulags- og byggingarráð fylgja eftir niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Lagður fram tölvupóstur Björgvins Þórðarsonar Lex lögmansstofu f.h. eigenda Brekkugötu 26, dags. 15.03.2010. Ekki náðist samkomulag milli aðila þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Svar

Samkvæmt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 08.12.2009 byggir veiting byggingarleyfis fyrir Selvogsgötu 1 sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.01.2009 á rangri málsmeðferð. Skipulags- og byggingarráð samþykkir þ.a.l. að fella byggingarleyfið úr gildi. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Þar sem byggingarleyfi sem samþykkt var 28.01.2009 byggir á rangri málsmeðferð samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fella byggingaleyfið úr gildi."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122174 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037689