Kapelluhraun 2. áfangi geymslusvæði og deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 230
7. júlí, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að 2. áfanga iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni skv. uppdrætti skipulags- og byggingarsviðs dags. 08.02.2009. Skipulagið var auglýst 02.03.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga og lauk athugasemdatíma 17.04.2009. áður lagðar fram umsagnir Landsvirkjunar dags. 08.04.2009 og Rio Tinto - Alcan dags. 17.04.2009. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 29.05.2009. Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir viðræðum við fulltrúa Landsvirkjunar á síðasta fundi. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svari við athugasemdum Vegagerðarinnar og Rio Tinto - Alcan.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs við innkomnum athugasemdum, samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu málsins verði lokið samkvæmt 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir 2. áfanga Kapelluhrauns skv. uppdrætti dags. 01.07.2009 og að afgreiðslu málsins verði lokið samkvæmt 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Skipulags- og byggingarráð samþykkir þetta með þremur atkvæðum. Trausti Baldursson situr hjá við afgreiðslu málsins.