Hverfisgata 41A, frágangur
Hverfisgata 41A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 228
9. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi eigenda ofangreindrar lóðar dags. 8. febrúar 2009 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna frágangs lóðarinnar. Bæjarráð fól skipulags- og byggingarráði 12.02.2009 að vinna áfram að málinu. Áður lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs varðandi nýtingu lóðarinnar dags. 04.03.2009. Áður lögð fram umsögn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Áður lagt fram bréf Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur hdl. f.h. Bjartmars Sigurðssonar eiganda Hverfisgötu 41b, dags. 14.05.2009, þar sem gerð er grein fyrir afstöðu hans varðandi hugmyndir um nýtingu lóðarinnar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar frá 1981, þar sem þessari lóð verði bætt inn með einbýlishúsi með skilmálum í samræmi við gildandi skilmála við götuna og að heimilt verði að rífa núverandi hús á lóðinni. Aðkoma að Vitanum verði tryggð.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121208 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034179