Álagning sveitarsjóðsgjalda 2009 - síðari umræða.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1603
18. desember, 2008
Annað
‹ 5
6
Fyrirspurn
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þ. 9.des. sl. að vísa tillögu um álagningu sveitarsjóðsgjalda fyrir árið 2009 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Lúðvík Geirsson tók til máls. Lagði hann fram með svohljóðandi breytingatillögu: " Til að mæta nýframkomnum upplýsingum um lækkun á fasteignamati fjölbýlis um 5% og annarri óvissu um lokaniðurstöðu fasteignamats er lagt til að Hafnarfjarðarbær nýti sér hámarksheimild til álagningar útsvars í 13.28% með fyrirvara um samþykkt Alþingis á framkomnu frumvarpi þar að lútandi." Lúðvík Geirsson Ellý Erlingsdóttir Guðmundur Rúnar Árnason Guðfinna Guðmundsdóttir Margrét Gauja Magnúsdóttir Eyjólfur Sæmundsson Gísli Ó. Vladimarsson Haraldur Þór Ólason tók næst til máls. Þá Lúðvík Geirsson. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls. Þá Lúðvík Geirsson. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Nafnakall sem óskað var eftir um breytingatillöguna: Rósa Guðbjartsdóttir --------Nei Almar Grímsson --------------Nei Eyjólfur Sæmundsson -------Já Guðfinnna Guðmundsd. ----Já Guðmundur Rúnar -----------Já Gísli Ósvaldur -----------------Já Haraldur Þór -------------------Nei Jón Páll -------------------------Já Lúðvík Geirsson ---------------Já og vísar til bókunar sinnar hér neðar. Margrét Gauja -----------------Já Ellý Erlingsdóttir ---------------Já Breytingatillagan var því samþykkt með 8 atkv. gegn 3
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 8 atkv. og hjásetu 3ja að álögð sveitarsjóðsgjöld vegna ársins 2009 með samþykktum breytingum verði eftirfarandi:
Útsvar ------------------------------------------------------------------------------13,28% Fasteignagjöld: Fasteignaskattur
Íbúðarhúsnæði - reiknast af heildarfasteignamati ------------------------0,24% Opinberar byggingar - reiknast af heildarfasteignamati -----------------1,32% * Atvinnuhúsnæði - annað húsnæði - reiknast af heildarfasteignamati 1,60% Hesthús -fasteignaskattur af heildarfasteignamati------------------------ 0,50% *) með fyrirvara um ákvörðun ríkisvalds
Lóðarleiga
Íbúðarhúsnæði - reiknast af lóðamati----------------------------------------0,27% Opinberar byggingar - reiknast af lóðamati---------------------------------1,00% Atvinnuhúsnæði - reiknast af lóðamati---------------------------------------1,00% Lóðarleiga annarra lóða en tilgreindar hér að ofan------------------------0,50%
Vatnsgjald
Reiknast af heildarfasteignamati-----------------------------------------------0,10% Aukavatnsgjald --------------------------------------------------------------12 kr.á m3 Holræsagjald
Reiknast af heildarfasteignamati-----------------------------------------------0,14% Sorphirðu- og sorpeyðingargjald --------------------------------------------14.300
Ýmis þjónustugjöld
Hesthús Hlíðarþúfum 4 hesta hús--------------------------------------------51.141 Hesthús Hlíðarþúfum 6 hesta hús--------------------------------------------78.163 Bílastæði við Tjarnavelli ---------------------------------------------------------2.850
Vatnsgjald og holræsagjald leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2009 eru tíu, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til nóvember og eindagi 30. dögum síðar. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 20.000 kr. er 1. febrúar 2009. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjaldagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.
Jafnframt samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi tillögu að niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega (75% örorka) af eigin íbúð:
Einstaklingar---------------------------------------------Brúttótekjur 100% niðurfelling ----------------------------------0---- 2.057.000 80% niðurfelling ------------------------------2.057.001 2.365.000 50% niðurfelling ------------------------------2.365.001 2.750.000
Hjón Brúttótekjur 100% niðurfelling -----------------------------------0----2.882.000 80% niðurfelling -------------------------------2.882.001 3.223.000 50% niðurfelling -------------------------------3.223.001 3.839.000
Bæjarstjórn samþykkir að niðurfellingin taki einnig til holræsagjalda.
Tekjuviðmiðun er árstekjur 2008 skv. skattframtali 2009.
Um framkvæmd niðurfellingar af fasteignaskatti og holræsagjöldum gilda nánari reglur sem bæjarstjórn setur hverju sinni.
Haraldur Þór Ólason kom að svohljóðandi bókun: "Undanfarin ár hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins flutt tillögur um að lækka útsvar og fasteignagjöld og vatnsskatt á bæjarbúa þannig að þeir fái notið góðærisins og sitji við sama borð og nágrannasveitarfélög þar sem útsvar og aðrar álögur eru mun lægri.
Meiri hluti Samfylkingarinnar hefur ávallt hafnað slíkum tillögum og kosið að hafa álögur í hámarki fremur en að gæta aðhalds í rekstri.
Jafnframt hefur verið gagnrýnt að vatnsgjald hafi verið mun hærra í Hafnarfirði en til að standa undir rekstri þmt. fjármagnskostnaði og fyrirhuguðum stofnkostnaði skv. langtímaáætlun. Lækkun núna er viðurkenning á óhóflegri gjaldtöku á vatnsnotkun eins og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa bent á undanfarin ár.
Það er dæmigert fyrir háskattastefnu Samfylkingarinnar að Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið sem grípur til þess að hækka útsvar umfram hámarkið 13,03 %. Þessi ákvörðun er nú tekin áður en Alþingi hefur staðfest frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að að hækka heimildina um 0,25 %. Þetta ber gleggst vitni um alvarlega fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar að gripið er til þessa örþrifaráðs áður en frumvarpið er orðið að lögum.
Haraldur Þór Ólason sign.
Rósa Guðbjartsdóttir sign.
Almar Grímsson sign.
Lúðvík Geirsson kom að svohjóðandi bókun: "Í fjárhagsáæltun fyrir árið 2009 er lögð öll áhersla á að standa vörð um grunnþjónustu og velferð íbúa í Hafnarfirði. Til að mæta umtalsverðu tekjufalli í kjölfar banka- og efnahagshruns í samfélaginu verður gripið til víðtækrar hagræðíngar, sparnaðar og samdráttar í rekstri og framkvæmdum án þess að það komi niður á grunnþjónustu og velferð.
Almenn þjónustugjöld munu verða óbreytt sem er í raunlækkun miðað við verðlagsþróun og fasteignagjöld munu lækka með lækkun vatnsskatts um 13% . Hækkun útsvars samkvæmt boðaðri heimild ríkisstjórnar verður fyrst og fremst til að mæta þeim tekjumissi sem bæjafélagið verður af vegna lækkunar á fasteignamati fjölbýlishúsa, en þær upplýsingar lágu ekki fyrir fyrr en nú í morgun og enn liggur ekki fyrir með endanlegum hætti hvaða áhrif endanleg niðurstaða varðandi fasteignamat mun hafa á heildartekjur bæjarins af fasteignagjöldum.
Það er alrangt sem fram kemur sem haldið er fram í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að Hafnarfjörður sé fyrsta sveitarfélag landsins til að samþykkja hækkun á útsvari. Því fer víðsfjarri. Flest sveitarfélög landsins hafa þegar samþykkt slíka hækkun og þar á meðal er flest stærstu sveitarfélögin og nágrannasveitarfélög Hafnarfjarðar." Lúðvík Geirsson Ellý Erlingsdóttir Guðmundur Rúnar Árnason Margrét Gauja Magnúsdóttir Guðfinna Guðmundsdóttir Eyjólfur Sæmundsson Gísli Ó. Valdimarsson Jón Páll Hallgrímsson