Atvinnu- og þróunarmál, átaksverkefni 2008 og 2009
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3224
8. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Þjónustu- og þróunarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir fyrirhuguðu verkefni sem unnið verður að sem átaksverkefni með Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Framlag til verkefnisins kemur frá Atvinnuleysistryggingasjóði.
Svar

Bæjarráð fagnar þessu verkefni og samþykkir það fyrir sitt leyti og að hlutur bæjarins að upphæð 3.5 milljónir kr. takist úr velferðarsjóði.     Bæjarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins  bendir á að hafa þarf samráð við Hestamannafélagið Sörli um lagningu göngustíga í upplandinu og gróðursetningu þeim samfara.