Álverið í Straumsvík, bókun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3212
20. nóvember, 2008
Annað
‹ 9
10
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun: "Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja bæjaryfirvöld til að leita allra leiða til verðmætasköpunar í bæjarfélaginu. Í því augnamiði ítreka bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að teknar verði upp viðræður við forsvarsmenn álversins í Straumsvík um mögulega stækkun fyrirtækisins. Stækkun álversins hefði gríðarlega jákvæð áhrif; tekjur bæjarins myndu stóraukast og hundruð nýrra starfa verða til. Einnig yrðu hliðaráhrif mjög mikil á allt atvinnulíf í bænum. Um leið er það harmað að afstöðuleysi meirihluta Samfylkingarinnar hafi leitt til þess að stækkunaráformum fyrirtækisins var hafnað í íbúakosningu í mars 2007. Skorað er á bæjaryfirvöld að taka málið upp hið fyrsta."
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað: "Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ótímabær og ekki í takt við vilja meirihluta íbúa bæjarins."