Skútahraun 9 A og 11, lóðamörk.
Skútahraun 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 230
7. júlí, 2009
Samþykkt
Fyrirspurn
Valfell ehf sótti 27.10.2008 um leyfi til að girða lóð af samkvæmt teikningum Svanlaugs Sveinssonar dagsettar okt.2008. Samþykki lóðareiganda að Kalpahrauni 16 barst þann 03.11.2008 ásamt eigenda Skútahrauni 11, norðurhluta. Byggingarleyfi var samþykkt á afgreiðslufundi 25.02.2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir 03.06.2009 þar sem ekki lágu fyrir upplýsingar um kvöð um umferð milli húsanna við afgreiðslu erindisins. Lagður fram tölvupóstur Smára Úlfarsonar dags. 30.06.2009, þar sem hann óskar f.h. Sólbergseigna eftir að byggingarfulltrúi gangi í að lóðin milli eignanna Skútahraun 9A og 11 verði sett í fyrra horf eins og kvöð segi til um sem allra fyrst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að afturkalla byggingarleyfi fyrir girðingu á lóð Skútahrauns 11  sem var samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25. 02.2009 og að lóðin verði sett í fyrra horf. Við afgreiðslu byggingarleyfis lágu ekki fyrir upplýsingar um kvöð á lóð milli húsanna Skútahrauns 11 og Skútahrauns 9A. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fellir úr gildi byggingarleyfi fyrir girðingu á lóð Skútahrauns 11 sem samþykkt var í bæjarstjórn 11.03.2009."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122244 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037765