Upplýsingastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3415
10. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir núgildandi stefnu sem er frá 2009.
Svar

Bæjarráð samþykkir að forsetanefnd ásamt upplýsingafulltrúa, undirbúi endurskoðun og móti drög að nýrri upplýsingastefnu Hafnarfjarðar. Upplýsingastefnan skal byggjast áfram á þeim grunni að vönduð meðferð og miðlun upplýsinga sé lykilþáttur í starfsemi bæjarins. Henni skuli ætlað að gera aðgang að upplýsingum og þjónustu við bæjarbúa greiðari, skilvirkari og markvissari. Stefnan nái til allra fagsviða bæjarins, ráða og nefnda, stofnana, starfseininga, kjörinna fulltrúa, fyrirtækja og byggðasamlaga í eigu bæjarins og samræmingarhlutverks á milli stofnana á sviði vefmála. Áhersla verði á þróun á rafrænni stjórnsýslu og gagnagátt bæjarins og margvíslegar aðferðir við framsetningu upplýsinga og ólíkar leiðir í þeim efnum.