Dalshraun 13, breyting Byggingarleyfi
Dalshraun 13
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 236
20. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
Húsaleiga ehf sótti 04.09.08 um allsherjar endurnýjun, 40 starfsmanna íbúðir á Dalshrauni 13, samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðversonar dags. 13.08.08. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir nánari gögnum. Lagt var fram bréf Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 12.12.2008, þar sem umsókn um starfsleyfi fyrir stafsmannabústað var synjað. Skipulags- og byggingarráð synjaði erindinu og vakti athygli á umsögn Heilbrigðiseftirlits að óheimilt sé að leigja út íbúðarhúsnæði eða íbúðarherbergi nema húsnæðið hafi hlotið samþykki byggingarnefndar, skv. ákvæðum 24. greinar reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002. Skipulags- og byggingarráð tók jafnframt undir þá kröfu Heilbrigðiseftirlitsins að hætt verði að nota húsnæðið sem starfsmannabústað og íbúðarhúsnæði og að búsetu verði þá þegar lokið í húsinu. Enn er búseta í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.09.2009 eigendum húsnæðisins skylt að ljúka búsetu í húsinu þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum húsnæðisins skylt að ljúka búsetu í húsinu innan þriggja vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarráð vísa erindinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum húsnæðisins skylt að ljúka búsetu í húsinu innan þriggja vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarráð vísa erindinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120265 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030051