Selvogsgata 3, steyptur veggur við stíg
Selvogsgata 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 440
19. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu erindi Guðbjargar Bjargar Baldvinsdóttur lögfræðings Landslögum f.h. eigenda hússins, þar sem gerð er krafa um að lóðamrök hússins fylgi steyptum vegg.
Svar

Hafnarfjörður hafnar kröfu eigenda Selvogsgötu 3 um að viðurkenna umræddan vegg sem lóðamörk. Samkvæmt lóðarleigusamningi frá 1923 sem enn er í gildi (fylgiskjal) og ekki hefur verið breytt er veggurinn á bæjarlandi. Gildir þá einu hvort eigandi hafi nýtt sér lóðina upp að veggnum, enda hefur hann aldrei fengið samþykki bæjarins til þess og eigandi Selvogsgötu 3 ekki greitt leigu fyrir afnot af henni. Ekki liggur fyrir að umræddur veggur hafi afmarkað lóðina eða að hann hafi verið reistur skömmu eftir gerð lóðarleigusamningsins, og liggur a.m.k. ekki samþykki bæjarins fyrir því. Lóðarhafar geta hins vegar sótt um stækkun lóðarinnar til bæjarráðs.