Skógarás H/7, athugasemd
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 224
7. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju athugasemd lóðarhafa í Skógarási H við heimild sem veitt var að hækka húsið að Skógarási E/6. Áður lögð fram könnun skipulags- og byggingarsviðs á afgreiðslum í Áslandi dags. 27.06.2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að rannsaka mögulegar aðgerðir til leiðréttingar á málinu í samræmi við skipulags- og byggingarlög og reglugerðir. Lagt fram bréf Björns R. Ingólfssonar og Sigríðar B. Guðmundsdóttur, Skógarási 7, dags. 07.01.09. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 14.01.2009 beiðni um skýringar frá húseigendum. Lagt fram bréf Lúthers Sigurðssonar og Ingibjargar Ragnarsdóttur dags. 20.12.2007. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.02.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram samantekt sviðsstjóra dags. 23.03.2009.
Svar

Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til frekari vinnslu á skipulags- og byggingarsviði.