Skógarás H/7, athugasemd
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 226
12. maí, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju athugasemd lóðarhafa í Skógarási H við heimild sem veitt var að hækka húsið að Skógarási E/6. Áður lögð fram könnun skipulags- og byggingarsviðs á afgreiðslum í Áslandi dags. 27.06.2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að rannsaka mögulegar aðgerðir til leiðréttingar á málinu í samræmi við skipulags- og byggingarlög og reglugerðir. Áður lagt fram bréf Björns R. Ingólfssonar og Sigríðar B. Guðmundsdóttur, Skógarási 7, dags. 07.01.09. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 14.01.2009 beiðni um skýringar frá húseigendum. Áður lagt fram bréf Lúthers Sigurðssonar og Ingibjargar Ragnarsdóttur dags. 20.12.2007. Lögð fram uppfærð samantekt sviðsstjóra dags. 28.04.2009 ásamt sneiðingum sem sýna hæðir hússins. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda hússins Skógarás E/6 skylt að færa hæð þess til samræmis við samþykktar teikningar.