Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1724
30. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
2. liður fundargerðar hafnarstjórnar frá 29. apríl sl. Lagður fram samningur milli Hafnarfjarðarhafnar og Rio-tinto, Alcan um vörugjöld og fleira frá og með 1. október 2014. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar Hafnarfjarðar og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Hafnarstjórn þakkar samninganefnd hafnarinnar í samningum við Rio-Tinto, Alcan og samningsaðilum góða sátt í viðræðunum. Hafnarstjórn samþykkir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Svar

Lúðvík Geirsson tók til máls, þá Eyjólfur Þór Sæmundsson, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi samning Hafnarfjarðarhafnar og Río-tinto, Alcan með 11 atkvæðum.