Skógrækt ríkisins í Kapelluhrauni, samningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1606
3. febrúar, 2009
Annað
Fyrirspurn
liður 6 úr fundargerð BÆJH frá 15.jan. sl. Frestað á fundi bæjarstjórnar þ. 20.jan. sl. Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til samnings milli Hafnarfjarðarbæjar og Skógræktar ríkisins dags. 22.4.2008 að taka eignarnámi hluta af landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni í Hafnarfirði sem hefur verið deiliskipulagt fyrir byggingarlóðir. Nánar er um að ræða 160.110 fermetra lands sem afmarkast á uppdrætti sem fylgir nefndum samningi með hnitum; Nr. 1 x, 354463.929, y, 395654.994 Nr. 2 x, 354233.645, y, 395839.662 Nr. 3 x, 353618.320, y, 395524.123 Nr. 4 x, 353663.755, y,395386.937"
Svar

Haraldur Þór Ólason tók til máls. Síðan Eyjólfur Sæmundsson.
Bæjarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs samhljóða með 11 atkv.