Norðurberg, umsókn um stækkun 2008
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3203
19. júní, 2008
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga framkvæmdaráðs um að veitt verði heimild til að kaupa 2 færanleg hús fyrir leikskólann.
Svar

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til enduskoðunar á framkvæmdaáætlun.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að bæjarráð hyggst breyta framkvæmdaáætlun ársins 2008 vegna bráðabirgðastækkanna á leikskólum í Hafnarfirði sem ekki er gert ráð fyrir í áætlunum, fara bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram á að á næsta fundi bæjarráðs verði lagðar fram skýrslur sem gerðar hafa verið á þörfum á leikskólarýmum á síðastliðnum fimm árum og bornar saman við raunverulegar tölur um þróunina á sama tímabili.