Lögreglusamþykktir, reglugerð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1647
24. nóvember, 2010
Annað
Fyrirspurn
10. liður úr fundargerð BÆJH frá 18.nóv. sl. Tekið fyrir að nýju. Starfandi bæjarlögmaður mætti á fundinn og gerði grein fyrir svörum dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins við athugasemdum bæjarins. Bæjarráð felur starfandi bæjarlögmanni að ganga frá samþykktinni í samræmi við svörin og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa drögum að lögreglusamþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.