Uppland Hafnarfjarðar, rammaskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 291
24. janúar, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Landslags ehf að rammaskipulagi fyrir uppland Hafnarfjarðar dags. 14.02.2008. Áður lögð fram tillaga að forsögn og minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs frá fundi með hagsmunahópum 11. og 20. nóvember 2008. Drög að rammaskipulagi voru kynnt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars s.l. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu 29.06.2009 til kynningar í Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21, Framkvæmdaráði, Fjölskylduráði og Bæjarstjórn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir rammaskipulag upplandsins sem stefnumörkun fyrir landnýtingu og skipulagsgerð á svæðinu. Felur jafnframt skipulags og byggingarsviði að vinna aðgerðaáætlun varðandi helstu framkvæmdir á vegum bæjarins og taka saman yfirlit yfir þær skipulagsbreytingar sem þarf að fara í í kjölfarið.