Gullhella 1, stöðuleyfi
Gullhella 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 224
7. apríl, 2009
Samþykkt
Fyrirspurn
Hlaðbær-Colas hf sótti 26.09.2007 um stöðuleyfi fyrir bráðabirgða skrifstofu- og þjónustuhúsi, sem byggt er úr gámum samkvæmt teikningum Bjarna Vésteinssonar 25.09.2007. Stöðuleyfi var veitt 03.10.2007 til eins árs, og skyldi mannvirkið fjarlægt að þeim tíma liðnum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.02.2009 eiganda skylt að fjarlægja mannvirkið. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um aðgerðir. Borist hefur umsókn um framlengingu stöðuleyfisins.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að framlengja stöðuleyfið um eitt ár, til 31. mars 2010. Að þeim tíma liðnum skal mannvirkið fjarlægt. Skipulags- og byggingarráð beinir því til lóðarhafa að ganga frá malargeymslu á lóðinni á viðunandi hátt, og ganga frá lóðinni allri í samræmi við samþykkta uppdrætti.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 213045 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097596