Hitaveita Suðurnesja, eignarhlutur Hafnarfjarðarbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1624
24. nóvember, 2009
Annað
‹ 5
6
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar veitir formlegt umboð til handa bæjarstjóra að ganga frá endanlegum kaupsamningum og öðrum gögnum er varða sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku, í samræmi við fyrri samþykktir bæjarstjórnar.
Svar

 Gunnar Svavarsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson tók til máls öðru sinni. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson tók til máls í þriðja sinn. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Almar Grímsson tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Almar Grímsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Almar Grímsson svaraði andsvari öðru sinni. María Kristín Gylfadóttir tók til máls. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Maríu Kristínar Gylfadóttur. María Kristín Gylfadóttir svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari við ræðu Maríu Kristínar Gylfadóttur. María Kristín Gylfadóttir svaraði andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Haraldar Þórs Ólasonar. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Haraldar Þórs Ólasonar. Helena Mjöll Jóhannsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Haraldar Þórs Ólasonar. Lúðvík Geirsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari.   Framlögð tillaga er samþykkt með 10 atkvæðum.   1 greiddi atkvæði á móti tillögunni og lagði fram svohljóðandi bókun: "Bæjarfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn tillögunni og ítrekar fyrri bókun við afgreiðslu málsins frá 1. september 2009. Þá greiddi fulltrúi Vinstri grænna atkvæði gegn samkomulagi á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um uppgjör á samkomulagi frá 2. júli 2007 milli sömu aðila vegna þess að Orkuveita Reykjavíkur tengir uppgjörið á kaupum sínum á hlut Hafnarfjarðar við sölu á eign sinni í HS Orku hf til einkafyrirtækisins Magma Energy. Bæjarfulltrúi  Vinstri grænna vill hins vegar ítreka það sem fram kemur í fyrrgreindri bókun frá 1. september að fagna beri því að Orkuveita Reykjavíkur gangist við kaupum sínum á hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja og að Hafnarfjarðarbær skuli taka aftur til sín fyrri hlut sinn í HS Veitum hf. En það að tengja uppgjörið áframhaldandi sölu á hluta af eignarhlutanum til einkafyrirtækis gerir það að verkum að undirrituð greiðir atkvæði gegn tillögunni." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)