Óseyrarbraut, ný lóð
Síðast Frestað á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 244
2. febrúar, 2010
Frestað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga hafnarstjórnar að nýrri lóð nr. 33 við Óseyrarbraut. Hafnarstjórn samþykkti að ganga formlega frá skipulagi lóðarinnar samkvæmt yfirlitsteikningu Al-Ark arkitekta sem lögð var fram á 1327. fundi hafnarstjórnar 23. janúar 2008. Bæjarráð vísaði erindinu 16.03.2009 til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði. Nýr deiliskipulagsuppdráttur dags. 02.04.2009 lagður fram. Hafnarstjórn samþykkti 13.05.2009 að óska eftir breytingu á aðalskipulagi, þannig að megin stofnbraut hafnarsvæðisins þ.e. Óseyrarbrautin verði felld út af aðalskipulaginu í þeirri mynd sem hún er sýnd þar eða að hún verði færð inná skipulagið í þeirri mynd sem hún er í dag. Tillagan var auglýst 12.11.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti lauk 28.12.2009, athugasemd barst. Sviðsstjóri greindi frá fundi með hafnarstjóra 26.01.2010.
Svar

Frestað.