Gullhella 1, byggingarleyfi.
Gullhella 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 235
6. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Hlaðbæjar óskar með bréfi dags. 11.05.2009 eftir að lokaúttekt vegna fyrirhugaðra mannvirkja á lóðinni verði frestað frá 16.06.2010 til 16.06.2013. Lokaúttekt vegna lóðar, malbikunarverksmiðju og véla/geymsluskemmu getur farið fram 01.09.2009. Gerð er grein fyrir áætlunum félagsins um frágang á lóð og byggingum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 20.05.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð frestaði erindinu á fundi sínum 26.5.2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.09.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: Skipulags- og byggingarráð fellst á beiðni um frest á lokaaúttekt, um eitt og hálft ár eða til 2. janúar 2012 með fyrirvara um fokheldisúttekt. Skila átti fokheldi 16.09.2009, en hefur ekki farið fram. Frestun á lokaúttekt er bundinn því að sótt verði um fokheldisúttekt innan þriggja vikna.
Svar

Skipulags- og byggingarráð fellst á beiðni um frest á lokaaúttekt, um eitt og hálft ár eða til 2. janúar 2012 með fyrirvara um fokheldisúttekt. Skila átti fokheldi 16.09.2009, en hefur ekki farið fram. Frestun á lokaúttekt er bundinn því að sótt verði um fokheldisúttekt innan þriggja vikna.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 213045 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097596