Hellnahraun III, gatnagerð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3473
4. október, 2017
Annað
Fyrirspurn
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði á fundi sínum 20.sept sl., 4. liður, eftirfarandi til bæjarráðs:
Tekin til umræðu áframhaldandi gatnagerð í Hellnahrauni III. Óskað er eftir útboðsheimild en ekki er gert ráð fyrir fjármagni í þessa framkvæmd á árinu 2017. Heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er 75 millj. kr. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggignarhæfar næsta vor.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð: "Bæjarráð heimilar að farið verði í útboð í Hellnahrauni III og kostnaður vegna framkvæmda við að gera 30 lóðir byggingarhæfar á svæðinu verði tekinn af gatnagerðargjöldum vegna atvinnulóða."
Svar

Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundinn.

Bæjarráð heimilar að farið verði í útboð í Hellnahrauni III og kostnaður vegna framkvæmda við að gera 30 lóðir byggingarhæfar á svæðinu verði tekinn af gatnagerðargjöldum vegna atvinnulóða. Bæjarráð samþykkir jafnframt að lóðirnar verði auglýstar til úthlutunar.