Skipurit Hafnarfjarðarbæjar og breytingar á skipulagi fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 16 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3179
16. ágúst, 2007
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram til kynningar nýtt skipurit fyrir Hafnarfjarðarbæ sem sýnir fyrirkomulag stjórnsýslunnar, skiptingu hennar í 5 svið og helstu viðfangsefni hvers sviðs.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að vísa til seinni umræðu í bæjarstjórn svohljóðandi tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 637, 2002, sbr. 804, 2004:

“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 637, 2002, sbr. 804, 2004:

65. gr.
Lokamálsliður 65. gr. verður svohljóðandi: “Bæjarráð fer með upplýsinga- og markaðsmál og málefni miðbæjarins”.

66. gr.
Í 66. gr. fellur út “menningar- og ferðamálanefnd” og “stjórn Hafnarborgar”.

71. gr.
Við lokamálslið 1. mgr. 71. gr. bætist við: “...og menningar- og ferðamál.”

72. gr.
Við 72. gr. bætist: “Menningar- og ferðamálanefnd” og “stjórn Hafnarborgar”.”

Bæjarráð samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
“Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að hlutast til um að breytingar verði gerðar á erindisbréfum ráða og nefnda í samræmi við breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.”

Bæjarráð samþykkir vísa framlögðu skipuriti til afgreiðslu í bæjarstjórn.