Siðareglur kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1730
17. september, 2014
Annað
Fyrirspurn
Siðareglur kjörinna fulltrúa teknar til umræðu.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að hefja endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru 19. maí 2010 og felur bæjarráði að móta tillögu að nýjum reglum, eða staðfestingu nýrrar bæjarstjórnar á núgildandi siðareglum."

Einar Birkir Einarsson tók þá til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkir að fela forsetanefnd endurskoðun siðareglna sem gilda fyrir kjörna fulltrúa. Tillögur forsetanefndar skulu lagðar fyrir bæjarstjórn eigi síðar en í nóvember 2014, svo afgreiða megi þær fyrir komandi áramót."

Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan til máls og tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við fundarins á ný og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.
Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari og lagði jafnframt til að tillaga Einars Birkis Einarssonar yrði samþykkt. Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.
Kristín María Thoroddsen tók þessu næst til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu Einars Birkis Einarsson.

Tillaga Gunnars Axels Axelssonar kom því ekki til afgreiðslu.