Félagsleg heimaþjónusta
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1799
31. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 26.jan. Guðrún Frímannsdóttir og Sjöfn Guðmundsdóttir mættu á fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjóra falið að endurnýja samning vegna Curron í samræmi við umræður á fundinum.
Fjölskylduráð samþykkir drög að reglum um félagslega heimaþjónustu og drög að reglum um akstur eldri borgara. Reglunum er vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Svar

Starfsaldursforseti Rósa Guðbjartsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Guðlaug tekur svo við fundarstjórn að nýju.

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um félagslega heimaþjónustu.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða fyrirliggjandi drög að reglum um akstur eldri borgara.