Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á akstursíþróttasvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 16 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3179
16. ágúst, 2007
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar raflínur og strengi á akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni sem skipulags- og byggingarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar raflínur og strengi á akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni til auglýsingar skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja þessa tillögu en taka undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og bygggingarráði um að tímabært sé að raflínur á Völlum verði teknar fyrir í heild sinni varðandi lagnir í jörðu og tekið verði tillit til athugasemda Landsnets dags. 27.02.2007.