Lóðamál - útsend erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 16 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3174
21. júní, 2007
Annað
Fyrirspurn
: a) Vegna vanefnda á 6. gr. úthl.skilmála um skil á byggingarleyfisumsóknum; Lagt er til að bæjarráð veiti eftirtöldum lóðarhöfum lóða, frest til 1. október 2007 til að skila inn fullgildum byggingarleyfisumsóknum, ella falli lóðarveitingar niður: Glitvellir 17, Glitvellir 32, Glitvellir 37, Hafravellir 1, Hafravellir 4, Hnoðravellir 18, Hnoðravellir 28, Klukkuvellir 28-36, Brekkuás 9-11, Brekkuás 12, Dalsás 2-6, Norðurhella 19, Selhella 8 og 10, Íshella 1 og 3, Selhella 1, Selhella 4 og 6, Suðurhella 2, Suðurhella 9, Tjarnarvellir 1, og Tjarnarvellir 9. Þó þannig að fokheldisfrestur standi óbreyttur.
b) Vegna vanskila á fokheldi skv. úthlutunarskilmálum: Lagt er til að bæjarráð veiti lóðarhöfum eftirtaldra lóða, frest til 1. september 2007 til að skila inn fokheldi, þ.e. að tekið sé út fokheldi og vottorð gefið út: Furuvellir 22, Fléttuvellir 5, 7, 11, 20, 21, 26, 27, 34, 43, 48,Fjóluvellir 11,12 og 13, Hrauntunga 1, Blómvellir 14 og Sörlaskeið 9. Lagt er til að bæjarráð muni fjalla aftur um erindin á sínum fyrsta fundi í september og fjalla þá um dagssektir kr. 50.000 eða hærra fyrir hvern byrjaðan mánuð sem fokheldi tefst.
c) Lagt er til við bæjarráð að það veiti frest til 15. júlí 2007 til að ganga að fullu frá eða greiða skuldfærð gatnagerðargjöld ásamt áföllum vöxtum, vegna eftirtaldra lóða og ekki verði gefnir frekari frestir: Álfhella 5, Tjarnarvellir 13, Norðurhella 1 og 3 og Einhella 7.
Svar

Bæjarráð samþykkir að farið verði í að veita ofangreinda fresti.