Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag
Kaldársel
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1766
25. maí, 2016
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð UMFRAM frá 18.maí sl. Lögð fram skipulagslýsing fyrir Kaldársel.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að senda skipulagslýsinguna í auglýsingu í samræmi við skipulagslög nr.123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.