Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag
Kaldársel
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 248
30. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju viljayfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar og KFUM/KFUK um að vinna að sameiginlegu deiliskipulagsverkefni sem lítur að því að formfesta Kaldársel sem hluta af byggðamynstri upplands Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð heimilaði 24.04.2007 skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við deiliskipulagið. Lögð fram tíma- og kostnaðaráætlun Landslags ehf ódags. ásamt tillögu að deiliskipulagsmörkum dags. 24.08.2009.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að málinu í samræmi við framlögð gögn með áorðnum breytingum hvað varðar skipulagsmörk.