Landsnet, háspennulínur, breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1688
10. október, 2012
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4. okt. sl. Kynnt drög að viðauka við fyrirliggjandi samkomulag Hafnarfjarðarbæjar við Landsnet frá 25. ágúst 2009. Málið tengist máli nr. 0702055: Aðalskipulag Hafnarfjarðar raflínur og tengivirki.
Bæjarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagðan viðauka við samkomulag Landsnets hf og Hafnarfjarðarbæjar um flutningskerfi raforku frá 25. ágúst 2009."
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins í bæjarstjórn.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi frestunartillögu:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísar því til frekari úrvinnslu bæjarráðs".

Gert stutt fundarhlé.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða frestunartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fallast á þá tillögu sem hér liggur fyrir að afgreiðslu þessa viðauka verði frestað og samningaviðræður teknar upp aftur enda er niðurrif Hamraneslína mikið hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga og forsenda uppbyggingar byggðar í bæjarfélaginu."
Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).