Sérstakar húsaleigubætur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1696
30. janúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð FJÖH frá 23.jan.sl. Atli Þórsson, Soffía Ólafsdóttir og Tinna Dahl Christiansen mættu til fundarins. Tillaga um breytingu á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur: 15. og 16. gr. reglnanna orðist svo:
15. gr. Heimilt er að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra leigjenda í Hafnarfirði sem búa við mjög efiðar fjárhagslegar aðstæður. Tekjumörk miðast við að meðaltekjur nemi, miðað við heilt ár, eigi hærri fjárhæð en 2.863.585.- kr. fyrir einstakling og 479.378.- kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunarmörk hjóna/sambúðarfólks/einstaklinga í staðfestri samvist skulu vera 4.010.032.- kr.
16. gr. Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig: Frá 1. janúar 2013 til 31. júní 2013 er margfeldisstuðull vegna húsaleigubóta 1,5. Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur nemi þó aldrei hærri fjárhæð en samtals 71.700.- kr. Frá 1. júlí 2013 til 31. desember 2013 er margfeldisstuðull vegna húsaleigubóta 1,4. Samanlagðar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur nemi þó aldrei hærri fjárhæð en 74.000.- kr. Leigutaki greiði að lágmarki 45.944.-kr. í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum.

Núgildandi reglur: 15. gr. Heimilt er að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem metnir eru með 6-10 stig á biðlista (og/eða 5 stig vegna fjárhags) eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ skv. matslista Félagsþjónustunnar og sannanlega eru leigjendur á hinum almenna leigumarkaði.
16. gr. Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig að fyrir hverjar 1.000.- kr. fær leigjandi 1.600.- kr. í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 70.000.- kr. og aldrei farið yfir 75% af leigufjárhæð. Leigutaki greiði þó að lágmarki 40.000.-kr. í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum. Upphæðin breytist 1. janúar ár hvert miðað við neysluvísitölu. Umsækjandi um félagslegt leiguhúsnæði fellur ekki af biðlista þrátt fyrir greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Að öðru leyti gilda sömu viðmið og við úthlutun leiguíbúða.
Vísað til bæjarstjórnar.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:
"Breytingartillaga við tillögu fjölskylduráðs um breytingu á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur:
15. og 16. gr. reglnanna orðist svo:
15. gr.
Heimilt er að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra leigjenda í Hafnarfirði sem búa við mjög efiðar fjárhagslegar aðstæður. Tekjumörk miðast við að árstekjur nemi eigi hærri fjárhæð en 2.863.585.- kr. fyrir einstakling og 479.378.- kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunarmörk hjóna/sambúðarfólks/einstaklinga í staðfestri samvist skulu vera 4.010.032.- kr.

16. gr.
Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig að fyrir hverjar 1.000.- kr. fær leigjandi 1.600.- kr. í sérstakar húsaleigubætur. Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur nemi þó aldrei hærri fjárhæð en samtals 71.700.- kr. Leigutaki greiði að lágmarki 45.944.-kr. í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum."

Geir Jónsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Jónsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fram komnar tillögur um sérstakar húsaleigubætur, þar sem fyrir liggur að þær rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins. Jafnframt er horft til þess að reglur um sérstakar húsaleigubætur verði samræmdar milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og afrakstur þeirrar vinnu liggi fyrir sem fyrst."
Valdimar Svavarsson (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).