Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 229
23. júní, 2009
Annað
‹ 20
21
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju frummatsskýrsla Eflu verkfræðistofu, dags. 6. maí 2009, umsagnarfrestur til 02.07.2009. Tillagan er aðgengileg á vefslóðunum www.sudvesturlinur.is; www.landsnet.is og www.efla.is. Skipulags- og byggingaráð vísaði erindinu 26.05.2009 til umsagnar umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og framkvæmdasviðs. Einnig vísaði ráðið erindinu til umsagnar Byggðasafns Hafnarfjarðar og ferðamálafulltrúa varðandi þau atriði sem þau varðar. Ráðið fól jafnframt skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að umsögn um frummatsskýrsluna. Framkvæmdaráð samþykkti 08.06.2009 að Framkvæmdasvið og Skipulags- og byggingarsvið geri sameiginlega umsögn um málið og leggi fyrir Skipulags- og byggingarráð. Lögð fram umsögn Byggðasafns Hafnarfjarðar, Umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21, umsögn skrifstofu menningar- og ferðamála og sameiginleg umsögn skipulags- og byggingarsviðs og framkvæmdasviðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagðar umsagnir og felur skipulags- og byggingarsviði að koma þeim á framfæri.