Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 306
2. október, 2012
Annað
‹ 11
12
Fyrirspurn
Tekin til umræðu staða mála varðandi aðalskipulagsbreytingu varðandi Hamraneslínur og Suðurnesjalínu. Forsenda breytingarinnar var samkomulag milli Hafnarfjarðar og Landsnets frá árinu 2008. Aðalskipulagsbreytingin var samþykkt í bæjarstjórn í október 2010, en síðan beðið um að umhverfisráðuneytið frestaði afgreiðslu þar sem óljóst var hvort framkvæmdir Landsnets yrðu eins og samkomulagið gerði ráð fyrir. Skipulags- og byggingarráð taldi 21.06.11 að skoða þyrfti heildstætt samninga við Landsnet m.a. vegna línustæða áður en afstaða er tekin til beiðni Landsnets um frekari framkvæmdir. Sviðsstjóri gerði áður grein fyrir viðræðum 18.06.12 við forsvarsmenn Landsnets. áður lögð fram endurskoðuð drög að samkomulagi sem þá voru kynnt forsvarsmönnum Landsnets og svar forstjóra Landsnets við því, sem er tölvupóstur dags. 20.06.12 og minnisblað dags 19.06.12. Áður lagður fram tölvupóstur Írisar Bjargmundsdóttur umhverfisráðuneyti dags. 08.08.12 þar sem farið er fram á að Hafnarfjarðarbær taki endanlega afstöðu til þess hvort staðfesta eigi skipulagið eða draga það til baka. Lögmaður skipulags- og byggingarsviðs gerir grein fyrir tillögu að viðauka við samkomulagið.
Svar

Gerð var grein fyrir viðræðum milli aðila.