Miðbær, framtíð og skipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 345
22. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Rætt um fundi um miðbæjarskipulag og áherslur þar og mögulega dagsetningu og framkvæmd.
Svar

Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu eftir umræðu.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Bílastæði fyrir framan Venusarhús, Strandgötu 11, verði færð hinum megin götunnar, steyptir stólpar fjarlægðir en blómakerjum og bekkjum komið fyrir í staðinn. Þetta er gert til fegrunar og í því skyni að fjölga möguleikum til útiveru og auka mannlíf sólarmegin á Strandgötunni. Einnig er lagt til að hringakstri á bílaplani við Fjörð og Hafnarborg verði hætt tímabundið í sumar og svæði fyrir framan listasafnið afmarkað, með blómakerjum, skilrúmum oþh. og gert aðlaðandi og aðgengilegt til útiveru.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að það sé tímabært að endurskoða deiliskipulag fyrir miðbæ Hafnarfjarðar og þar á meðal fyrirkomulag umferðar í miðbæ. Slika vinnu þarf að vinna á grundvelli deiliskipulagsbreytingar og með aðkomu íbúa og annarra hagsmunaaðila á svæðinu. Þá þarf að gera ráð fyrir kostnaði við framkvæmdir af þessum toga. Þess vegna leggjum við til að þetta verði skoðað í vinnu við nýtt deiliskipulag miðbæjar ásamt fleiri þáttum. Hins vegar er jákvætt að huga betur að fegrun miðbæjar með blómakerjum og er þeim tilmælum beint til Umhverfis- og framkvæmdaráðs að skoða útfærslu á þeim hluta.