Deiliskipulag - Breyting - Hringtorg við gatnamót Hólastekks og Suðurhóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 10
26. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Til skoðunar eru ný gatnamót Suðurhóla, Hólastekks og Nýju Jórvíkur. Nýlegt aðal- og deiliskipulag gerir ráð fyrir að ný gata (Hólastekkur) sunnan nýs íbúðahverfis "Björkurstykkis" muni tengjast í línulegri stefnu við núverandi Suðurhóla til austurs. Núverandi Suðurhólar norðan við Björkurstykki munu hins vegar tengjast nýrri götu gegnum gatnamót. Frá suðri er gert ráð fyrir að ný stofngata Jórvíkurhverfis (Nýja Jórvík) tengist í gegnum sömu gatnamót. Lagt er til að á gatnamótin komi hringtorg svipað og nýlegt hringtorg við Suðurhóla /Björkurstekks/ Norðurhóla. Hringtorgið er er á tillögu sett upp til viðmiðunar en staðsetning og nánari lögun væri útfært í verkhönnun. Helsti sjáanlegi vankantur er að stutt er í tengigötu til vesturs inn í seinna Bjarkarhverfið, en þeirri tengingu er mögulegt að sleppa og gera götuna að botnlanga, eða að færa tenginguna til suðurs. Þá er einnig töluvert pláss til að hafa hringtorgið sjálft norðaren sýnt er á tillögu.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur framkomna tillögu jákvæða og muni nýtt hringtorg auka á umferðaröryggi svæðisins í heild. Nefndin felur skipulagsfulltúa að vinna að gerð deiliskipulagsbreytingar fyrir það svæði sem hringtorgið snertir.