Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Starengi 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 10
26. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Áður frestað á fundi skipulags- og byggingarnefndar 12. október 2022. Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 5.10.2022: "Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Guðrúnar Lúðvíksdóttur sækir um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu og sólskála. Helstu stærðir eru; 79,4 m2 og 264,4 m3. Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og mannvirkja- og umhverfissviðs."
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillaga um byggingu bílskúrs og sólskála skuli grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar vegna staðsetningar bílskúrs.

800 Selfoss
Landnúmer: 162724 → skrá.is
Hnitnúmer: 10061841