Tillaga frá UNGSÁ um að gróðursett verði tré í nýjum íbúahverfum sveitarfélagsins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 6
5. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að gróðursett verði tré í nýju íbúahverfum sveitarfélagsins. Ungmennaráðið leggur til að gróðursett verði tré í nýju hverfunum sem eru í framkvæmdum. Svæðin sem við höfum í huga eru Löndin, Lækirnir og Stekkirnir. Það gerir mikið fyrir umhverfi að hafa gróður í kring, bæði verður það hlýlegra og fallegra.
Einnig mynda þau skjól sem hjálpar mikið þegar það er vont veður. Það er gott fyrir vistkerfið og það hækkar hitastig að vera með tré í kring.
Svar

Ársæll Árnason tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.